- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamenn í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Ríkisútvarpinu og Torgi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfallsaðgerðir til áréttingar kröfum sínum. Atkvæðagreiðsa fór fram fyrr í dag og voru niðurstöður kynntar fyrir stundu. Á kjörskrá voru 211 en atkvæði greiddu 131 eða rétt rúm 62%. Það voru 109 eða 83,2% sem sögðu já við verkfallsaðgerðum, nei sögðu 17 eða 13% og 5 seðlar voru auðir eða ógildir eða 3,8%.
Þegar niðurstöður lágu fyrir sagði Hjálmar Jónsson formaður BÍ að þessi niðurstaða væri óvenju afgerandi, bæði hvað varðar stuðning við verkfallsaðgerðir og þátttöku í kosningunni. „Þetta er mjög mikilvægt veganesti fyrir okkur inn í þá baráttu sem framundan er,“ sagði Hjálmar ennfremur.