- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Björn fæddist í Noregi og var faðirinn norskur en móðirin íslensk. Björn ólst upp á Íslandi frá fjórða. aldursári. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927 og stundaði síðan árin 1927-1931 háskólanám í eðlisfræði og stærðfræði í Þýskalandi og Danmörku. Hann var einn af fyrstu fréttamönnum útvarps og vann þar frá 1933-1946 og fréttaritari útvarps var hann í Stokkhólmi frá 1947-1953. Björn var eftir heimkomuna um tíma tónlistargagnrýnandi Þjóðviljans. Hann hafði allt frá barnæsku haft yndi af tónlist, en ekki haft aðgang að hljóðfæri eða tilsögn í tónlist. Á fullorðinsárum varð hann sér úti um ítarlega þekkingu í tónfræði og því lá leið hans til Stokkhólms til frekara tónlistarnáms. Eftir Björn liggja aðallega einsöngslög og kórlög, en fæst þeirra hafa verið flutt opinberlega.