100 blaðamenn og aðrir starfsmenn fjölmiðla hafa verið drepnir í átökunum á Gaza. Samtök blaðamanna í heiminum standa fyrir minningarstund á mánudag 5. febrúar kl. 11:30 að íslenskum tíma.
Við hvetjum alla blaðamenn til þess að kveikja á kerti í minningu þeirra kollega okkar sem hafa látið lífið. Aldrei hafa jafn margir blaðamenn látið lífið á jafn skömmum tíma. Slík atlaga að blaðamönnum við störf er stríðsglæpur sem þarf að stöðva umsvifalaust.