- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tilkynnt að frá og með morgundeginum verði blaðamönnum heimilt að fara inn í Grindavík með sama hætti og íbúar og starfsmenn fyrirtækja. Ákvörðunin tekur gildi kl 7 í fyrramálið og samkvæmt henni mega Grindvíkingar og þau sem starfa þar, og þar á meðal blaðamenn, dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Lögreglustjóri tekur fram að íbúar og starfsmenn fari inn í bæinn á eigin ábyrgð og að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og athafnaleysi. Vakin er athygli á því að jarðsprungur eru víða í og við bæinn og sprungur geti opnast án fyrirvara. Töluverð hætta er metin á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Grindavík er lokuð öllum öðrum en íbúum, starfsmönnum og viðbragðsaðilum. Ákvörðunin verður endurskoðuð 29. febrúar.
Blaðamannafélag Íslands skoðar nú hvaða áhrif tilkynningin hefur á mál félagsins gegn ríkinu sem þingfest var þann 14. febrúar.