- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
"Við búum því miður við ríkisstjórn sem vinnur gegn frjálsum fjölmiðlum en ekki með okkur. Nú þegar við stöndum frammi fyrir grimmilegum samdráttaraðgerum á ritstjórnum landsins telur menningarmálaráðherra því miður ástæðu til að bæta enn á vonleysi og svartsýni í greininni, segir formaður norska Blaðamannafélagsins Thomas Spence. Tilefnið er að Torhild Widvei, menningarmálaráðherra, hefur lagt fram tillögu á Stórþinginu um að setja þak á þá blaðastyrki sem hvert fjölmiðlafyrirtæki getur fengið. Þetta þak hefur verið sett við 40 milljónir norskra króna á ári (um 800 milljónir ísl.kr) og mun þetta að öllum líkindum hafa mjög afdrifaríkar afleiðngar fyrir útgáfu blaðanna Vårt land og Dagsavisen. Thomas Spence segir ríkisstjórn Noregs hafa sýnt fjandsamlega afstöðu til frjálsrar fjölmiðlunar og það sjónarmið ekki njóta skilnings að blaðamennska væri lýðræðismál en ekki endilega eingöngnu spurning um rekstur.