- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Hópur fólks sem berst fyrir auknu gegnsæi í stjórnsýslu hefur stofnað samtökin, Freedom of the Press Foundation, en þetta eru samtök sem starfa ekki í hagnaðarskyni og eiga að vera milliliður eða stuðari fyrir fjárframlög til samtaka eins og WikiLeaks. Hugmyndin er að skilja fjáröflunarstarf slíkra samtaka frá hugsanlegum utanaðkomandi pólitískum og efnahagslegum þrýstingi.
Eins og kunnugt er neituðu kortafyrirtæki að afgeiða framlög til Wikileaks í desember árið 2010 og var þá talað um að það væri vegna pólitísks þrýstings frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Samtökin hafa þegar sett upp vefsíðu sem á að verða virk næstkomandi sunnudag.
Meðal stjórnarmanna í hinum nýju samtökum eru Daniel Ellsberg, sem ljóstraði upp um hin svokölluðu Pentagon skjöl; Glenn Greenwald, blaðamaður sem skrifar um mannréttindamál í Guardian; John Perry Barlow, einn af stofnendum Electronic Frontier Foundation; Xeni Jardin sem starfar við vefsíðuna Boing Boing og leikarinn John Cusack sem hefur verið virkur í baráttu gegn leyndarhyggju stjórnvalda.