- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands við Myllusetur, rekstraraðila Viðskiptablaðsins, var kynntur og samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á fundi í hádeginu í dag.
Á kjörskrá voru 11 og greiddu 8 atkvæði eða 73% og samþykktu allir samningnn.
Samningurinn er afturvikur frá 1. mars síðastliðnum og er í öllum aðalatriðum samhljóða almennum kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður í síðustu viku, nema hvað snertir sérákvæði hvað varðar framsal á höfundarrétti.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning BÍ og SA stendur nú yfir og lýkur á hádegi á morgun, föstudag. Hægt er að greiða atkvæði á sérstökum tengli á heimasíðu BÍ.