- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Hér er birt yfirlit yfir þá úrskurði sem siðanefnd BÍ hefur fellt frá því síðasta hefti Blaðamannsins kom út (sem var 1. tbl. 43. árgangs). Úrskurðirnir hafa allir verið birtir í heild sinni á Press.is.
Mál nr. 3/2021-2022
Kæruefni: Umfjöllun á vefmiðli Mannlífs um sakamál, sem birtist 1. júní 2021.
Úrskurður: Kærðu brutu ekki gegn siðareglum BÍ.
Mál nr. 4/2021-2022
Kæruefni: Myndbirting í Morgunblaðinu 20. júní 2021 af börnum kærenda.
Úrskurður: Kærðu brutu ekki siðareglur í máli þessu.
Mál nr. 5/2021-2022
Kæruefni: Umfjöllun í Íslandi í dag 20. september 2021 um starfsemi Hugarafls og efnirfyglnifréttir á Visir.is
Úrskurður: Kærðu, Stöð 2, visir.is og Frosti Loga‑ son, teljast ekki hafa gerst brotleg við siðareglur BÍ.
Mál nr. 6/2021-2022
Kæruefni: Myndbirting og tengsl kæranda við Facebook-hópinn Karlmennskuspjallið án þess að hann væri nefndur í umfjölluninni sem kærandi telur alvarlega framkomu blaðamanns. Einnig sakar kærandi miðilinn um ólöglega birtingu af höfundarréttarvörðu myndefni sem tengist útgáfunni Óðinsauga og bók kæranda og fjölskyldumeðlims hans.
Úrskurður: Kærði, vefmiðillinn 24.is, telst ekki hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands.
Mál nr. 7/2021-2022
Kæruefni: Kvartað er yfir frétt DV þann 8. september 2021 þar sem fjallað var um aðkomu Jakobs Frímanns Magnússonar að svokölluðu liprunarbréfi sem fengið var vegna ferðalags sonar kæranda og í kjölfarið yfirlýsinga ritstjóra DV og fréttastjóra vegna samskipta við kæranda og son hans, sem kærandi telur mjög alverlgt brot á siðareglum. Einnig kvartar kærandi yfir tilkynningu annars blaðamanns DV til Barnaverndar Reykjavíkur. Telur kærandi að kærðu hafi brotið ítrekað gegn 1. og 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands.
Úrskurður: Kærðu, DV og ritstjórinn Björn Þorfinnsson, teljast ekki hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands.Kæru gegn Heimi Hannessyni er vísað frá.
Mál nr. 8/2021-2022
Kæruefni: Umfjöllun Mannlífs um kæranda 20. janúar 2022, 18. janúar 2022, 17. janúar 2022, 14. janúar 2022 og 2. desember 2021.
Úrskurður: Kærði, Reynir Traustason, telst hafa brotið siðareglur BÍ. Brotið er alvarlegt. Kærði Trausti Hafsteinsson telst ekki hafa brotið siðareglur.
Mál nr. 9/2021-2022
Kæruefni: Umfjöllun Mannlífs um kæranda 13. og 17. febrúar 2022.
Úrskurður: Kærði, Reynir Traustason, telst hafa brotið siðareglur BÍ. Brotið er alvarlegt.
Mál nr. 10/2021-2022
Kæruefni: Umfjöllun Mannlífs um meint skattsvik kæranda, hótun hans um málsókn og ákúrur siðanefndar lögmanna vegna gjaldtöku.
Úrskurður: Í máli 10/2021-2022 er kæruliðum 1 og 2 vísað frá og kærði sýknaður af kærulið 3.
Mál nr. 11/2021-2022
Kæruefni: Viðtal/grein í Morgunblaðinu þann 19. (prentmiðli) og 20. febrúar 2022 (netmiðli) meðal annars um vinnu- og viðbrögð kæranda við heila‑ blóðfalli júdóiðkanda.
Úrskurður: Máli 11/2021-2022 er vísað frá siðanefnd.
Mál nr. 12/2021-2022
Kæruefni: Myndbirtingar á ljósmyndum af kæranda í sjónvarpsþættinum „Heimilisofbeldi“ og umfjöllun um kæranda í sama þætti sem hún telur hafa verið villandi.
Úrskurður: Kærðu, Stöð 2 og Sindri Sindrason, teljast ekki hafa brotið siðareglur BÍ.
Mál nr. 1/2022-2023
Kæruefni: Umfjallanir í Mannlífi um kæranda. Úrskurður: Máli 1/2022-2023 er vísað frá siðanefnd.
Mál nr. 2/2022-2023
Kæruefni: Frétt DV 23. apríl 2022, „Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan stafsmann“ og frétt frettabladid.is 23. Apríl 2022 „Segir ofbeldismál þaggað niður á Húsavík“.
Úrskurður: Kærðu, Ágúst Borgþór Sverrisson og DV annars vegar og Sigurjón Björn Torfason og frettabladid.is hins vegar, brutu ekki siðareglur í máli þessu.
Mál nr. 3/2022-2023
Kæruefni: Umfjöllun í Kompási um sérstrúarsöfnuði 8. Mars 2022.
Úrskurður: Máli nr. 3/2022-2023 er vísað frá siðanefnd.
Mál nr. 4/2022-2023
Kæruefni: Umfjöllun í Kompási um sérstórarsöfnuði 8. Mars 2022.
Úrskurður: Máli nr. 4/2022-2023 er vísað frá siðanefnd.
Mál nr. 5/2022-2023
Kæruefni: Frétt ruv.is 9. maí 2022 „Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn“. Kæran snæýr að þessari málsgrein fréttarinnar: „Þrír fréttamannanna höfðu fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja, sem hafði samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um framgöngu Samherja í Namibíu og ásakanir um lögbrot fyrirtækisins og stjórnenda þess.“
Úrskurður: Kærðu, Brynjólfur Þór Guðmundsson og fréttastofa RÚV, brutu ekki siðareglur í máli þessu.
Mál nr. 6/2022-2023
Kæruefni: Umfjöllun DV um uppgröft lögreglustjórans á Vestfjörðum á líkamsleifum manns sem lést í bílslysi þegar leigubíll fór út af Óshlíðarvegi 23. september 1973. Kærandi var ökumaður bifreiðarinnar þegar slysið átti sér stað.
Úrskurður: Kærðu, DV og Ágúst Borgþór Sverrisson, hafa ekki brotið siðareglur BÍ. Sérálit: Ég, undirrituð, er sammála meirihluta siðanefndar, allt þar til kemur að því að draga ályktanir af þeim orðum kærðu í grein dags. 2. júní 2022, að leigubílstjórinn, sem er nafngreindur, sé undir rannsókn lögreglu vegna dauða Kristins Hauks Jóhannessonar. Kærðu höfðu ekki forsendur til að fullyrða þetta án fyrirvara og sýna raunar gögn málsins að þessi fullyrðing er röng. Því tel ég að með þessu hafi kærðu gerst brotlegir við 3. grein siðareglna og telst brot þeirra ámælisvert. Sigríður Árnadóttir
Mál nr. 7/2022-2023
Kæruefni: Umfjöllun í Stundinni þann 17. Júní 2022 undir yfirskriftinni „Hvað kom fyrir Kidda?“.
Úrskurður: Stundin, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan teljast ekki hafa brotið siðareglur BÍ.
Mál nr. 8/2022-2023
Kæruefni: Umfjöllun Mannlífs um kæranda 4. mars 2022, 5. Mars 2022 (4 greinar), 6. mars 2022, 7. mars 2022, 17. mars 2022, 18. mars 2022, 19. mars 2022 (2 greinar), 20. mars 2022, 30. mars 2022, 31. mars 2022, 27. apríl 2022, 8. maí 2022, 17. maí 2022, 3. júní 2022, 13. júní 2022, 15. júní 2022, 27. júlí 2022 og 22. ágúst 2022.
Úrskurður: Kærði, Reynir Traustason, telst hafa brotið siðareglur BÍ. Brotið er alvarlegt vegna kæruliða 1 til 22 en mjög alvarlegt varðandi kæruliði 23 til 27.
Mál nr. 9/2022-2023
Kæruefni: Umfjöllun Mannlífs um kæranda 13. september 2022.
Úrskurður: Kærði, Reynir Traustason, telst hafa brotið siðareglur BÍ. Brotið er mjög alvarlegt.
Mál nr. 10/2022-2023
Kæruefni: Kært vegna umfjöllunar Björns Þorlákssonar „á viðkvæmu sakamáli“ í fréttaþættinum Fréttavaktin á Hringbraut þann 23. september 2022.
Úrskurður: Kærði, Björn Þorláksson, telst ekki hafa brotið siðareglur BÍ í kærðri umfjöllun.