- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Myndaröð frá Langeland í Danmörku eftir Janus Engel sem birtist á 7 síðum í dagblaðinu Politiken og síðan á vefsíðu blaðsins hefur verið tilefni mikillar og heitrar umræðu að undanförnu. Í grunninn snýst umræðan um ábyrgð fjölmiðla og áhrifamátt þegar kemur að því að draga upp mynd af sveitarfélögum og samfélagshópum umræða sem stundum skýtur up kollinum hér á Íslandi líka. Kvörtunum og reiðilestrum hefur rignt yfir Politiken vegna þess að myndröðin er sögð draga upp villandi, einhliða og neikvæða mynd af sveitarfélaginu og hefur bæjarstjórinn, Bjarne Nielsen, verið framarlega í flokki gagnrýnenda. Hann var t.d. fremstur í flokki um 200 íbúa sem mættu ósáttir á umræðufund sem Politíken boðaði til um myndröðina. Janus Engel, ljómsyndari segir hins vegar fráleitt að tala um neikvæða og einhæfa túlkun og bendir á ýmislegt jákvætt í myndröðinni, en tilefni hennar var að draga upp mynd af lífinu í einu af fátækasta sveitarfélagi landsins. Áhugavert er að sjá að bæjarstjórinn og ljósmyndarinn túlka stundum sömu myndir með gjörólíkum hætti, annar telur mynd jákvæða á meðan hinn sér hana sem neikvæða.
Hér má sjá myndröðina í Politíken
Hér má sjá umfjöllun í danska Blaðamanninum um málið