- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sjö blaðamenn sem sátu í fangelsi í Tyrklandi voru á föstudag látnir lausir. Þeir voru hluti af 17 blaðamanna hópi dagblaðsins Cumhuriyet, sem sætir ákæru fyrir stuðning við PKK – flokk Kúrda og fyrir að vera samsekir um þátttöku í misheppnaðri tilraun til stjórnarbyltingar á sínum tíma. Af þessu 17 manna hópi voru 12 blaðamenn í fangelsi þannig að enn sitja inni fimm blaðamenn.
Alþjóðlegur hópur fólks frá fagfélögum og mannréttindasamtökum hefur fylgst með málatilbúnaðinum gegn 17 menningunum og segir í yfirlýsingu að ákærur séu illa rökstuddur sparðatíningur sem augljóslega sé settur fram til að styðja fyrirfram ákveðna niðurstöðu.
Philippe Leruth, forseti Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ), segir að blaðamenn og alþjóðasamfélagið hafi vissulega varpað öndinni aðeins léttar við fréttir föstudagsins, en að enn séu hundruð blaðamanna bak við lás og slá. „Við krefjumst þess að stjórn Erdogans forseta stöðvi nú þegar glæpavæðingu og ofsóknir gegn blaðamönnum í Tyrklandi og láti lausa alla þá sem enn séu í haldi.“
Sjá einnig hér