- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Á heimasíðu Fjölmiðlanefndar er greint frá nýútkominni skýrslu vinnuhóps Þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og Covid -19. Þar kemur m.a. fram að Íslendingar treysta sérfræðingum og innlendum fjölmiðlum til að miðla áreiðanlegum upplýsingum um kórónuveiruna, en leggja lítinn trúnað á upplýsingar á samfélagsmiðlum. Þá hefur þriðjungur landsmanna séð margar rangfærslur og misvísandi upplýsingar um kórónuveiruna, aðallega á samfélagsmiðlum.