- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi mun Mannréttindastofnun Íslands standa fyrir námskeiði fyrir blaða- og fréttamenn um tjáningarfrelsið og Mannréttindasáttmála Evrópu. Námskeiðið hefst kl. 16.30-19.30, en staðsetning verður nánar auglýst síðar. Á námskeiðinu verður fjallað um ákvæði 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað verður um dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sem varðar réttindi og skyldur blaða- og fréttamanna. Þá verður rætt um dóma dómstólsins gegn Íslandi og þýðingu þeirra fyrir íslenskan rétt.
Kennari á námskeiðinu verður Davíð Þór Björgvinsson, fyrrv. dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við Lagadeild HÍ
Verð fyrir þátttöku er kr. 25.000. Félögum í Blaðamannafélaginu er bent á að hægt er að fá styrk úr Endurmenntunarsjóði.
Skráningarfrestur til 27. október - Takmarkaður fjöldi - Skráning hér