- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna BÍ óskar eftir tilnefningum til verðlauna fyrir árið 2015, en verðlaunin í 13. skipti þann 5. mars næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er kl. 12 á hádegi föstudaginn 29. janúar.
Eins og síðastu ár verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir:
Besta umfjöllun ársins 2015
Viðtal ársins 2015
Rannsóknarblaðamennska ársins 2015
Blaðamannaverðlaun ársins 2015
Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti með hnappnum Tilnefnið hér hér til hliðar á síðunni.
Tilnefningar dómnefndar verða síðan gerðar kunnar í laugardaginn 27. febrúar og viku síðar, þann 5. mars verða verðlaunin sjálf afhent samhliða því að sýning Blaðaljósmyndarafélagsins Myndir ársins verður opnuð í Perlunni.
Sjá reglugerð um Blaðamannaveriðlaun B.Í.