- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélagið hvetur félagsmenn sína og aðra sem við á, til að senda inn tilnefningar til blaðamannaverðlauna UNESCO sem kennd eru við Guillermo Cano. Frestur er til 15. febrúar næstkomandi. Verðlaununum var komið á fót árið 1997 til minningar um Guillermo Cano, kólumbískan blaðamann sem dó þegar hann var að sinna störfum sínum sem blaðamaður. Tilgangur verðlaunanna er að verðlauna einhvern, einstakling, samtök eða stofnun, sem hefur lagt mikið af mörkum til fjölmiðlafrelsis hvar sem er í heiminum, ekki síst ef viðkomandi hefur gert það og um leið skapað sér einhverja hættu eða erfiðleika.
Verðlaunin eru veitt árlega á Degi fjölmiðlafrelsis þann 3. maí, og er það gert við hátíðlega athöfn og vinninghafinn fær í sinn hlut 25.000 Bandaríkjadali.