- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Það voru ekki liðnar nema nokkrar klukkustundir af nýju ári þegar fyrsti blaðamaðurinn lést af skotsárum sem hann hafði fengið að kvöldi gamlársdags þegar hann var á leið heim úr vinnu í Pakistan. Það var blaðamaðurin Shan Dahar í Badha héraði í Pakistan sem vinnur fyrir Aaab Tak News Channel sem var fyrir skotárás óþekktra vígamana. Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur skorað á stjórnvöld að hefja þegar í stað umfangsmikla rannsókn á málinu og að frumkvæði IFJ hafa mótmælaaðgerðir verið víðs vegar um landið til að krefjast raunverulegrar rannsóknar.
Samkvæmt yfirliti um dráp á blaðamönnum í heiminum árið 2013 og ákalli um að þeir sem væru ábyrgir fyrir slíkum drápum væru dregnir til ábyrgðar, sem IFJ birti á gamlársdag, er Pakistan meðal þeirra ríkja sem sérstaklega eru nefnd, en þar voru 10 blaða- og fjölmiðlastarfsmenn drepnir í fyrra.
A síðasta ári létust alls 123 blaðamenn við störf sín. Þar af létust 15 af slysförum en 108 blaðamenn fórust í sprengjuárásum, skothríð eða voru beinlínis myrtir.