- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Aðeins rétt liðlega helmingur svarenda í nýlegri könnun rannsóknarhóps í verkefninu WJS (Worlds of Journalism Study) á meðal íslenskra blaða- og fréttamanna, eða 53%, segir að þeim hafi aldrei verið ógnað eða hótað í starfi sínu. Þetta þýðir að mjög mörgum hefur verið ógnað eða hótað, en um 40% segja að það hafi gerst sjaldan eða stundum og 7% oft eða mjög oft. Svipaða sögu er að segja þegar spurt var hvort siðferði blaðamanna hafi verið dregið í efa, en um 60% blaðamanna hafa upplifað slíkt einhvern tíma. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein um ógnanir gegn fjölmiðlafólki í Blaðamanni, sem nú er í prentun og kemur til félagsmanna BÍ í pósti nú í vikunni. Ýmislegt fleira má finna í blaðinu, m.a. umfjöllun um Blaðamannaminni og málþing í Norræna húsinu og greinar eftir formann og framkvæmdastjóra BÍ. Þegar er komin hér inn á vefsvæðið pdf útgáfa af blaðinu og má nálgast hana hér.