- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þetta er 23. árið í röð sem efnt er til þessa gestablaðamennskuprógramms á milli Norðurlandanna og Þýskalands, en að því standa þýsku blaðamannaskiptasamtökin IJP með stuðningi m.a. utanríkisráðuneytis Þýskalands. Nánar má lesa um prógrammið hér: https://www.ijp.org/en/fellowships/the-northern-european-bursary.
Eins og áður segir rennur umsóknarfrestur fyrir þátttöku í dagskrá næsta árs út hinn 15. nóvember næstkomandi. Blaðamenn á aldrinum 18-45 ára geta sótt um, og gildir þar einu hvort þeir starfa á net-, prent- eða ljósvakamiðli og hvort þeir eru fastráðnir eða sjálfstætt starfandi. Þeim blaðamanni sem býðst að taka þátt fær styrk uppá 3.800 evrur uppí ferða- og uppihaldskostnað, en ekki er gert ráð fyrir að sá fjölmiðill í Þýskalandi sem hýsir gestablaðamanninn greiði honum laun. Þeir íslensku blaðamenn sem hafa gerst gestablaðamenn í Þýskalandi með þessum hætti á liðnum árum hafa sumir getað samið um að halda launum hjá sínum heimamiðli á meðan á dvölinni ytra stóð, alla vega að hluta, enda hafa þeir getað sinnt verkefnum fyrir heimamiðilinn.
Æskilegt þykir að umsækjandi hafi að minnsta kosti grunnkunnáttu í þýsku, en lágmarksskilyrði er að vera vel fær í ensku.
Dagskráin hefst að öllu jöfnu með fjögurra daga ræsingar-ráðstefnu, sem haldin er ýmist í Berlín eða í einni af höfuðborgum Norðurlandanna.
Þátttaka opnar líka dyr að þéttriðnu tengslaneti IJP, en innan þess eru blaðamenn sem starfa í alls 50 löndum.