Styrkir til verkefna í rannsóknarblaðamennsku

Journalismfund.eu  hefur ákveðið að veita  til viðbótar reglulegum styrkjum, blaðamanni(mönnum)  styrki til að vinna að viðfangsefnum á tilteknum sviðum eða málaflokkum. Styrkirnir eru til að vinna að umfjöllun á eftirfarandi sviðum: 

*Eftirlitsstarfsemi og friðhelgi einkalífs 

*Náttúra og umhverfi 

*Efnahagur og fjármál (opinber útgjöld skuldir eða spilling 

*Hagsmunagæsla, starf  þrýstihópa

Journalismfund.eu eru sjálfstæð félagasamtök sem ekki eru hagnaðardrifin, og hafa það að markmiði að styðja við rannsóknarblaðamennsku í Evrópu. Þáttur í þeirri viðleitni er að styrkja rannsóknarblaðamenn í að vinna ýmis konar verkefni.  Umsóknarfrestur um þessa viðbótarstyrki er til 15. nóvember.

Hér má sjá meira um þessa styrki