- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Staðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins geta fram til 11. desember næstkomandi sótt um styrk til menningar- og viðskiptaráðuneytisins, í samræmi við reglugerð nr. 1265/2022 um styrki til staðbundinna fjölmiðla:
„Markmið með styrkveitingum til einkarekinna staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins er að efla starfsemi þeirra enda gegni þeir mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðji með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf.“ (3. gr. reglna nr. 1265/2022 um styrki til staðbundinna fjölmiðla).
Samkvæmt auglýsingu ráðuneytisins eru í ár til úthlutunar 5 milljónir króna: 2,5 m.kr. frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og 2,5 m.kr. frá innviðaráðuneyti vegna aðgerðar C.07 í byggðaáætlun, Efling fjölmiðlunar í héraði. Höfuðborgarsvæðið nær yfir sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Seltjarnarnesbæ og Mosfellsbæ.
Umsækjendum er bent á að kynna sér ákvæði reglna nr. 1265/2022 um styrki til staðbundinna fjölmiðla. Nánar hér.