- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélagi Íslands hefur borist eftirfarandi stuðningsyfirlýsing frá Félagi fréttamanna:
„Félag fréttamanna lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands. Félagið styður heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.
Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk.
Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum.“
Fyrir hönd Félags fréttamanna
Alma Ómarsdóttir, formaður