- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands mun verða með námskeið um ljósmyndir í stríði og kallast námskeiðið Stríð í mynd Kennari á námskeiðinu verður Þórdís Erla Ágústsdóttir, ljósmyndara og MA í hagnýtri menningarmiðlun. Námskeiðið verður haldið þriðjudagana 7., 14. og 21. apríl kl. 20:00 - 22:00, alls þrjú skipti í húsi Endurmenntunar við Dunhaga 7 og kostar 19.800 kr. (Félagar í BÍ geta sótt um styrk í sjóði BÍ.)
Á námskeiðinu verður skoðað hvaða hlutverki ljósmyndin hefur gegnt í frásögn um stríð og öllu því tengdu frá árdögum ljósmyndarinnar. Hvaða áhrif hafði ljósmyndin á skoðanir og tilfinningar almennings í upphafi ljósmyndasögunnar og hvernig hefur hún haft áhrif í gegn um tíðina? Hvernig hefur notkun ljósmyndarinnar þróast? Hvenær og hvernig hefur ljósmyndin haft lykiláhrif á stríðsrekstur og bardaga? Hversu mikilvægur er ljósmyndarinn í áhrifamætti ljósmynda í stríði?
Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig ljósmyndin hefur birst almenningi síðustu hundrað og fimmtíu ár í tengslum við stríð og stríðsrekstur. Farið verður yfir það hvernig almenningur uppgötvaði áhrif og afleiðingar stríðsins á mismundandi tímum, allt frá miðri 19. öld, fyrir tilstuðlan ljósmyndara sem ferðuðust til stríðshrjáðra staða til að safna myndrænum heimildum. Skoðað verður hvernig ljósmyndin varð ein helsta heimildin til að draga upp skýra mynd af atburðum sem annars var almenningi hulinn eða óskýr.
Á námskeiðinu er fjallað um:
Hvernig ljósmyndin hefur gefið almenningi innsýn í stríð frá miðri nítjándu öld til okkar daga.
Hvernig hlutverk ljósmyndarinnar í stríði hefur þróast.