- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fréttir Sunday Times um helgina hafa valdið talsverðum usla meðal fjölmiðlaáhugafólks í Bretlandi, en blaðið fullyrðir eftir heimildum að stjórnvöld hafi í hyggju að gera umfangmikla uppstokkun á BBC, breska ríkisútvarpinu. Þessi uppstokkun felst í því að afnema útvarpsgjaldið og skipta því út fyrir einhvers konar áskriftarkerfi.
Blaðið hefur eftir hátt settum aðilum úr stjórnarliðinu, að breytingarnar gætu leitt til þess að BBC myndi þurfa að selja frá sér útvarpsstöðvar í því sem lýst var sem „meiri háttar niðurskurði“ á starfsemi. Jafnframt er því haldið fram að Boris Johnson sé mjög ákveðið þeirrar skoðunar að þörf sé á alvarlegum umbótum.