Stefnuskja EFJ vegna Evrópuþingskosninga

 

Kosningar til Evrópuþingsins eru framundan þann 22. maí. Af því tilefni hefur  Evrópusamband blaðamanna (EFJ) sent frá sér stefnuskrá  sem það hvetur alla frambjóðendur til að kynna sér og taka upp í baráttu sinni. Stefnuskráin miðar að því að endurvekja og endurnýja í Evrópu frjálsa fjölmiðlun sem byggir á fjölbreytni og fjölræði.  Tíu grundvallaratriði eru sérstaklega nefnd en jafnframt hefur EFJ útbúið sérstakt stefnuskjal þar sem þessi atriði eru útfærð nánar.

 Áherslu atriðin 10 eru eftirfarandi: 

  1. Lýðræði þarf á sjálfstæðri blaðamennsku að halda

  2. Evrópa þarf á fjölræði í fjölmiðlum að halda

  3. Tryggja þarf funna og samningafrelsi fyrir alla

  4. Höfundaréttur – sanngjarna samninga fyrir alla

  5. Starfsskilyrði hafa áhrfi á gæði blaðamennskunnar

  6. Blaðamennska eru almannagæði

  7. Rannsóknarblaðamennska kallar á frjálsan aðgang að uplýsingum

  8. Það þarf að fjárfesta í framtíð blaðamennsku

  9. Öryggi á vinnustað

  10.  Byggja þarf upp traust í gegnum ábyrgð og siðlega blaðamennsku

Sjá stefnuskjalið í heild hér