- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fulltrúar Evrópusambands blaðamanna (EFJ) voru meðal þeirra sem sóttu ráðstefnu um vöktun á fjölbreytni í fjölmiðlum (Media Pluralism monitor, MPM 2016) sem var haldin í Flórens á Ítalíu í síðustu viku. Á ráðstefnunni voru kynntar fyrstu niðurstöður úr þessu verkefni sem nær til allra Evrópusambandsríkja auk umsóknarríkjanna tveggja, Svartfjallalands of Tyrklands. Það er mat EFJ að fjölbreytni fjölmiðla og þá sérstaklega staða blaðamanna sé langt frá því að vera ásættanleg. Á það við almenn starfsskilyrði, stöðu stéttarfélaga gagnvart því að tryggja öryggi félagsmanna sinna, og möguleika til að tryggja og gæta heimildamanna. Vissulega eru aðstæður misjafnar í álfunni en verst er ástandið í suður og suð-austur hluta álfunnar.