- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) ásamt samstarfsaðilum kynnti í vikunni nýja skýrslu um spillingu og hagsmunaárekstra í heimi fjölmiðlanna, en skýrslan heitir Ósagðar sögur hvernig spilling og hagsmunaárekstrar skekja ritstjórnarskrifstofurnar. Skýrslan er unni á vegum Nets um siðlega blaðamennsku (Ethical Journalism Network, EJN) en að því samstarfi standa m.a. Evrópusamband blaðamanna auk um 50 blaðamanna- og fjölmiðlahópa.
Í skýrslunnii er safnað saman upplýsingum frá ábyrgum blaðamönnum í 18 löndum sem talin eru nokkuð dæmigerð fyrir sitt landsvæði (vestanverður Balkanskagi, Kólumbía, Danmörk, Egyptaland, Indland, Malasía, Mexíkó, Nígería, Tyrkland, Bretland og Úkraína). Í ljós kemur að framkvæmdastjórar fjölmiðlafyrirtækja eru að semja við auglýsendur um að birta efni sem greitt er fyrir undir því yfirskyni að um fréttaefni sé að ræða, og að ritstjórum er mútað af stjórnmálamönnum og forráðamönnum stórfyrirtækja. Í skýrslunni er farið yfir og sýnt hvernig þetta er í heild sinna að gera almenningi erfiðara að skilja á milli blaðamennsku annars vegar og áróðurs og almannatengsla hins vegar.
Aidan White, framkvæmdastjóri EJN og Dorothy Byrne stjórnarformaður EJN kynntu skýrsluna á fundi í Brussel í gær og lögðu sérstaka áherslu á að blaðamennska stendur frammi fyrir margþættum ytri ógnunum um allan heim. Þrýstingurinn á blaðamenn sögðu þau mikinn alls staðar og að upplifun og reynsla blaðamanna væri ótrúlega svipuð í ólíkum löndum og á ólíkum svæðum.
Aidan White benti sérstakleg á það í máli sínu að ríkisstjórnir, stjórnmálamenn og fjölbreytt flóra alþjóðlegra fjölmiðlafyrirtækja hafa áhrif á fréttamat, stýri dagskrá fjölmiðlaumræðunnar, þrýsti á blaðamenn og reyni að skerða völd þeirra og áhrif með því að skera niður og beita aðhaldi í ritstjórnarútgjöldum. Þetta er aðkallandi vandamál sem ætti að valda sérhverjum blaðamanni á sérhverri ritstjórn áhyggjum, sagði White.
Birtingarmynd þessarar spillingar og hagsmunaárekstra er gerð skil í skýrslunni, en í heild leggur EJN til átta liða framkvæmdaáætlun til að sporna geng þessu ástandi:
1. Auka þarf verulega gegnsæi pólitískra og fjárhagslegra hagsmuna í fjölmiðlum sérstaklega hvað varðar slíka hagsmuni eigenda, stjórnenda, ritstjóra og helstu blaða- og fréttamanna.
2. Setja þarf almennar reglur sem banna ótímabær inngrip í vinnu blaðamanna og koma upp opnu skráningarkerfi um samskipti milli fjölmiðla og opinberra embættismanna.
3. Koma þarf á yfirlýstu og almennu samkomulagi um hvar og hvernig opinberar auglýsingar eru birtar.
4. Koma þarf á sjálfstæðu, viðurkenndu og gegnsæu kerfi sem fylgist með dreifingu og áhorfi fjölmiðla.
5. Kynna þarf til sögunnar innra kerfi fyrir fjölmiðla til að gefa upp hugsanlega hagsmunaárekstra á öllum stigum starfseminnar.
6. Tryggja þar að ráðningasamningar og starfsskilyrði blaðamanna standist alþjóðlegar kröfur vinnumarkaðarins.
7. Almennt samkomulag þarf að koma til um innri reglur og ferli sem geri fullnaðar grein fyrir öllu efni sem er aðkeypt og skýr greinarmunur gerður á því og ritstjórnarefni og blaðamennsku.
8. Koma þarf af stað umræðu bæði í einstökum löndum og á alþjóðavísu um þörfina á að formgera með einhverjum hætti almannaaðstoð við fjölmiðlun til að tryggja fjölbreytta og siðlega blaðamennsku með óskertu ritstjórnarlegu sjálfstæði.