Skrifað undir samninga við SA

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

Í kvöld var skrifað undir samninga milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Morgunblaðsins, 365 og RÚV.  Samningarnir eru innan þeirra marka sem samnið var um á almennum vinnumarkaði og segir Hjálmar Jónsson formaður BÍ og samninganefndar blaðamanna að í þessum nýja samningi felist verulegar taxtahækkanir. „Ég tel að blaðamenn hafi ástæðu til að vera ánægðir með þennan samning, þetta er góð niðurstaða þótt á ýmsu hafi gengið í samningsferlinu,“ segir Hjálmar við press.is.

Eins og áður segir er um verulegar taxtahækkanir að ræða og ný launatafla felst í þessum samningum. Þá er í samningnum sérstök bókun um að endurskoðaðar verði reglur um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði.  Samningurinn er afturvirkur til 1. maí sl. og greidd verða atkvæði um hann á næstu vikum en atkvæðagreiðslu þarf að vera lokið fyrir 21. júlí.

Hér má sjá kjarasamninginn í heild sinni:samningar.docx