- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Engar grundvallarbreytingar eru gerðar á fjármögnun stofnunarinnar, eða á fréttaþjónustu í fréttakafla í þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins sem gildir til ársins 2023 og skrifað var undir í gær. Hins vegar voru nokkur áhersluatriði kynnt sérstaklega. Þessi áhersluatriði lúta fyrst og fremst að fræðsluhlutverki RÚV og varðveislu og aðgengi að gömlu efni. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að lögð verði áhersla „á þjónustu við börn og ungmenni, m.a. til að efla lýðræðisvitund, auka miðla- og upplýsingalæsi og hvetja til þátttöku í dagskrárgerð og öðru skapandi starfi.“ Þá segir að Ríkisútvarpið mun verja 12% af innheimtu útvarpsgjaldi til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum.
Lilja D. Alfreðsdóttir segir í fréttatilkynningunni: „Sérstök áhersla á fræðslu og menntun er mjög í takt við þá áherslu sem verið hefur áberandi í dagskrá þess, til að mynda þegar skólastarf var verulega takmarkað vegna COVID-19. Gerð fræðsluefnis um íslenska tungu er sérstakt fagnaðarefni, sem og efni um tækni og vísindi.“