- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bæði Evrópusamband blaðamanna (EFJ) og Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hafa tekið undir áskorun Blaðamannafélags Svíþjóðar (SJ) til sænskra stjórnvalda að framselja ekki tyrkneskan blaðamann sem býr í útlegð í Svíðþjóð til tyrkneskra yfirvalda. Fréttir bárust af því um síðustu helgi að framsalskrafa vegna tyrkneska blaðamannsins Levent Kenez hefði borist sænskum stjórnvöldum í mars síðast liðnum, en málið varð ekki opinbert fyrr en 28. júní þegar nordicmonitor.com fjallai um það. Levent Kenez er sakaður um að hafa haft uppi meiðyrði um saksóknara og dómara í Tyrklandi í grein sem birtist í vefritinu TR724 í febrúar, eftir að dómstóll hafði dæmt fimm fjölmiðlamenn í ævilangt fangelsi fyrir þær sakir að hafa reynt að „eyða stjórnskipulaginu“ í landinu.