- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) ásamt tveimur öðrum evrópskum fjölmiðlasamtökum hafa að aflokinni tveggja daga vinnu- og upplýsingaferð til Póllands skorað á pólska blaðamenn að standa vörð um grundvallaratriði blaðamennsku og frelsis fjölmiðla.
Þessi áskorun kemur í kjölfar þess að pólsk stjórnvöld hafa gert umdeildar breytingar á umgjörð almannaútvarps þar í landi Ríkisútvarpinu og heimilað fjármálaráðherra landsins að reka og ráða beint fólk sem er í stjórnunarstöðum hjá stofnuninni. Þessi löggjöf hefur sætt mikilli gagnrýni og þykir hún vega mjög að sjálfstæði almannaútvarpsins.