- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Scott Pelly, fréttaþulur kvöldfrétta hjá CBS sjónvarpsstöðinni í BNA, las kollegum sínum pistilinn í ræðu sem hann hélt þegar hann tók við viðurkenningu í Quinnipiac háskóla um helgina. Hann hvatti blaðamenn í Bandaríkjunum til að hætta að hugsa sífellt um að vera fyrstir með fréttirnar og forðast að nota samfélagsvefi sem upplýsingaveitur, enda væru þær lítið annað en slúður. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir blaðamennskuna, sagði hann. Við förum rangt með í hverju mikilvæga málinu á fætur öðru, bætti hann við og var þar að vísa í (eitt af mörgum) dæmið um skotárásina í Newton þar sem fjölmiðlar fullyrtu móðir árásarmannsins hafi verið starfsmaður skólans.