- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bæði Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa tekið undir fordæmingu Blaðmannasamtaka Rússlands á fordæmalausum aðgerðum yfirvalda gegn sjónvarpsstöðinni Dozhd, en stöðinni hefur hótað lokun vegna þess að hún var með umdeilda könnun á netinu sem tengdist umsátrinu um Leningrad í Seinni heimstyrjöldinni.
Í könnuninni, sem birtist þann 26. janúar síðast liðinn, var spurt hvort réttara hefði verið af Sovétríkjunum að gefast upp og láta Leningrad eftir Þjóðverjum og bjarga þannig mörg hundruð þúsund mannslífum. Samkvæmt umfjöllun um könnunina í fölmiðlum í Rússlandi stuðaði hún fjölmarga landsmenn og spurningar hafa vaknað um siðlegt gildi hennar. Í framhaldinu hófu flest kapal- og gervihnattadreifikerfi að skrúfað fyrir merki stöðvarinnar strax 29. janúar. Sjónvarpsstöðin hefur beðist opinberlega afsökunar á þessari könnun, en engu að síður hafa stjórnvöld hótað að loka stöðinni fyrir tilraun til þess að endurvekja nazisma. Rússneska þingið hefur samþykkt þingsályktun þar sem opinber rannsókn er fyrirskipuð á könnuninni og hvort réttmæt ástæða sé fyrir því að loka stöðinni
Blaðamannasamtök Rússland hafa ekki tekið undir siðferðilegt gildi könnunarinnar eða varið hana á neinn hátt, en benda hins vegar á að engin lög hafi verið brotin. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi blásið málið út þannig að það er komið úr öllum hlutföllum, segir Jim Boumelha, forseti Alþjóðasambands blaðamanna. Það er nokkuð ljóst að þetta er enn ein tilraun til að takmarka tjáningarfrelsi og gagnrýni fjölmiðla, segir hann enn fremur.
Mogens Blicher Bjerregård formaður Evrópusambands blaðamanna tekur í sama streng og segir að vaxandi tilhneigingar hafi gætt í Rússlandi hjá stjórnvöldum að höfða ýmist meiðyrðamál eða beinlínis sakamál gegn blaðamönnum í því skyni að tempra gagnrýni blaðamanna. Það verður að stöðva, segir Bjerregård.
Sjá einnig hér