- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í dag, 18 janúar 2021 verða þau tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu að Stöð 2 hættir að segja fréttir í opinni dagskrá. Þar með færist fjölbreytni á sjónvarpsfréttamarkaði að heita má aftur til haustsins 1986, þegar RÚV var eini valkostur þorra almennings um sjónvarsfréttir. Þessi tímamót hafa framkallað umtalsverð viðbrögð í samfélaginu, og m.a. samþykkti Blaðamannafélag Íslands harðorða ályktun vegna málsins fyrir helgina, sem greint hefur verið frá í flestum fjölmiðlum öðrum en RÚV. Þetta fréttamat RÚV vekur sérstaka athygli þar sem í ályktuninni er kastljósinu beint að ójöfnum og rekstrarskilyrðum á fjölmiðlamarkaði og harðri og sérstaklega óeðlilegri framgöngu RÚV á auglýsingamarkakði sem m.a. hefur verið gagnrýnd af Samkeppniseftirlitinu. Í ályktuninni segir meðal annars: „Það er þungt áfall fyrir íslenska samfélagsumræðu og áfellisdómur yfir þeim rekstrarskilyrðum sem fyrirtækjum hefur verið búin á þessum markaði frá því að frelsi á ljósvakamarkaði varð að veruleika um miðjan níunda áratug síðustu aldar“. Þá segir í ennfremur í ályktun BÍ: „Þegar ljósvakinn var frelsaður úr viðjum einokunar árið 1985 var það upphafið að mesta blómatíma í sögu íslenskrar fjölmiðlunar og undirstaða framfara í íslensku samfélagi á svo ótal mörgum sviðum. Núna þegar útsendingar frétta Stöðvar 2 læsast öðrum en áskrifendum er það táknrænn lægsti punktur í samtímasögu íslenkrar fjölmiðlunar og segir ömurlega sögu um stöðuna á þessum markaði.“