- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ástæða er til að minna á að annað kvöld, laugardagskvöldið 31. janúar (20:00) mun IMMI standa að sérstakri frumsýningu heimildarmyndarinnar Silenced í Tjarnarbíói. Myndin fjallar um þrjá uppljóstrara þau Jesselyn Radack, áður hjá dómsmálaráðuneyti BNA, Thomas Drake, áður hjá NSA og John Kiriakou, áður hjá CIA, en Kiriakou var fyrstur til að opinberlega greina frá vatnspyntingum CIA og afplánar nú fangelsisdóm í kjölfar þessa.
Athyglinni er beint að þeim breytingum sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum í kjölfar árásanna 11. september 2001 og stöðu uppljóstrara þar í landi.
Myndin er eftir leikstjórann James Spione sem áður hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína An Incident in New Baghdad.
Sjá trailer hér