- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sigurjón M. Egilsson er hættur sem fréttaritstjóri Fréttablaðsins og fréttastjóri hjá 356. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er það að eigin ósk og sagt að Sigurjón hyggst einbeita sér að þætti sínum Sprengisandi á Bylgjunni og annari dagskrárgerð. Kristín Þorsteinsdóttir mun áfram sinna starfi útgefanda og aðalritstjóra, en ráðnir hafa verið þrír aðstoðarritstjórar sem allir eru innahússfólk hjá 365 en þetta eru þau Andri Ólafsson, Hrund Þórsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason. Aðeins er um hálft ár síðan Sigurjón kom inn á Fréttablaðið sem fréttaritstjóri en það gerðist í kjölfar sviptinga í yfirstjórn fréttadeildar 365 þegar Mikael Torfasyni var sagt upp í ágúst sl. og Ólafur Stephensen, ritstjóri hætti fljótlega eftir það.
Þá kemur fram í tilkynningu 365 að Halldór Tinni Sveinsson verið ráðinn þróunarstjóri hjá fyrirtækinu.