- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Siðanefnd Blaðlamannafélags Íslands telur í úrskurði að siðareglur BÍ hafir ekki verið brotnar í kærumáli Aldísar Schram gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni, sjónvarpsstjóra Hringbrautar vegna viðtals Sigmundar við Bryndísi Schram um bók hennar "Brosað gegnum tárin". Í niðurstöðu nefndarinnar segir m.a.: "Siðanefnd telur að eðlilegt að tekið sé viðtal við höfund nýútkominnar bókar og umfjöllunarefnið eigi fyllilega rétt á sér. Nefndin hefur áður tekið þá afstöðu að í viðtalsþáttum sé þess ekki krafist að andstæð sjónarmið komi fram í sama þætti, en að farið sé að siðareglum BÍ við flutning þeirra.
Niðurstaða Siðanefndar er að spurningar kærða í umræddu viðtali brjóti ekki í bága við siðareglur BÍ."