Siðareglur og traust: umræða í beinni

Aidan White er annar þeirra sem tekur þátt í  umræðunni í dag.
Aidan White er annar þeirra sem tekur þátt í umræðunni í dag.

 

Áhugaverð umræða um siðareglur og það hvernig blaðamennskan í Evrópu getur endurunnið það traust sem henni er nauðsynlegt mun fara fram í beinni útsendingu á netinu í dag kl 15:00.  Þeir sem munu ræða málin eru Aidan White, framkvæmdastjóri Siðanets blaðamanna EJN (Ethical Journalism Network) og fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna og Randy Picht, forstöðumaður the Donald W. Reynolds  stofnunarinnar um blaðamennsku.   Hægt er að fylgjast með umræðunum í beinni útsendingu annað hvort:

Hér á YouTube eða hér á Google Plús