- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
"Blaðamenn Íslands hafa haft yfir sér siðareglur frá 9. maí 1965 eða í hálfa öld. Þegar þessi tímamót urðu sl. vor þá voru kærð mál komin í alls 219 hjá Siðanefnd BÍ og er meðaltalið því rúmlega 4 mál á ári. Siðareglurnar hafa í raun breyst lítið frá upphafi og nýlegar umræður og tillögur um breytingar leiddu ekki til niðurstöðu. Það er hins vegar mat höfundar að í raun hafi mikið breyst með breyttum tíðaranda, aukinni fagmennsku og umturnuðu fjölmiðlaumhverfi hefur túlkun á hinum fábrotnu siðareglum breyst töluvert." Þetta segir Friðrik Þór Guðmundsson í áhugaverðri yfirlitsgrein um siðareglur BÍ í nýjum Blaðamanni sem er þessa dagana að berast félagsmönnum í pósti. Með grein Friðriks birtist listi yfir öll mál siðanefndar ásamt stikkorðum sem gefa til kynna hverjir áttu hlut að máli og hvers eðlis málin voru.
Sjá Blaðamanninn rafrænt hér