- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Nýgerður kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins var borinn undir atkvæði félaga í BÍ í leynilegri atkvæðagreiðslu á kjörfundi í dag miðvikudaginn 19. febrúar. 345 voru á kjörskrá og greiddu 69 atkvæði eða 20%. Já sögðu 60 eða 86,95%, nei sögðu 7 eða 10,15% og auðir seðlar voru 2 eða 2,9%. Kjarasamningurinn er því samþykktur. Hann er grunnsamningur um kaup og kjör og blaðamanna og gildir afturvirkt frá 1. jan. sl. og felur í sér að öll laun og kjaratengdir liðir hækka um 2,8% frá þeim tíma. Áður hafa verið samþykktir nýir sérsamningar við DV, Birting og Fréttatímann. BÍ hefur því gert kjarasamninga við alla samningsaðila sína og gilda samningarnir til ársloka 2014.