- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti á Degi íslenskrar náttúru, útvarpsþættinum Samfélaginu sem er á dagskrá Rásar 1 á RÚV, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: Samfélagið á Rás 1, RÚV hljóðvarpi, hlýtur fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2016 fyrir að gefa íslenskri náttúru rödd á öldum ljósvakans með því að gera umhverfismál að þungamiðju í ritstjórnarstefnu sinni. Umsjónarmenn þáttarins, þau Leifur Hauksson, Þórhildur Ólafsdóttir og Björn Þór Sigbjörnsson, hafa ásamt sérfræðingum, sem þau hafa fengið til liðs við sig unnið framúrskarandi starf við að fjalla um náttúruvernd í víðum skilningi og benda á ógnir sem steðja að náttúrunni, en einnig að tengja þá umfjöllun öðrum málefnum, sem eru efst á baugi, og vekja hlustendur til vitundar um hve mikilvæg umhverfismál eru í daglegu lífi þeirra.
Sjá einnig hér
Sjá einnig hér