- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur opinberlega hrósað Blaðamannafélagsi Svíþjóðar, Svenska Journalistförbundet, fyrir þrotlausa og árangursríka vinnu við að fá tvo sænska fjölmiðlamenn látna lausa úr haldi í Sýrlandi. Blaðamennirnir Magnus Falkehed, sem vinnur fyrir Dagens Nyheter út frá París og free lance ljósmyndarinn Niclas Hammarström hafa á undanförnum dögum hvor í sínu lagi verið látnir lausir úr haldi óþekktra hópa uppreisnarmanna. Þeir höfðu verið teknir til fanga í nóvember síðast liðnum.