- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Tveir einstaklingar hafa hlotið refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum í Hæstarétti í meiðyrðamálum síðustu tvo áratugina. Báðir sættu ákæru saksóknara. Engu einkamáli vegna meiðyrða lauk með fangelsisdómi eða sektargreiðslu. 20 slíkum málum lauk með sýknu, ómerkingu ummæla eða bótagreiðslum. Þetta kemur fram í áhugaverðri samantekt sem Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttamaður á RÚV hefur tekið saman fyrir fréttastofuna og birt er á síðu RÚV. Refsiákvæði fyrir meiðyrð hafa verið í umræðunni upp á síðkastið í ljósi þess að í aðstoðarkona innanríkisráðherra fór fram á refsingu yfir blaðamönnum DV fyrir meiðyrði í hennar garð á dögunum. Þegar talað er um refsingu í þessu samhengi er verið vísa til fangelsis eða sektargreiðslna, en ekki miskabóta eða málskostnaðar sem einnig hefur verið talsvert í umræðunni á undanförnum misserum. Samantekt Brynjólfs má í heild lesa hér.