- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Atkvæði um kjarasamninginn verða greidd rafrænt og stendur atkvæðagreiðsla yfir í þrjá sólarhringa, frá hádegi á morgun þriðjudaginn 24. mars, til hádegis föstudaginn 27. mars.
Til þess að nýta sér atkvæðisrétt þarf fólk að vera með rafræn skilríki eða íslykil. Blaðamenn eiga að fá meldingu um nánari tilhögun atkvæðagreiðslunnar. Um er að ræða almennan kjarasamning BÍ og SA. Þannig eiga allir rétt á að greiða atkvæði um hann sem gætu unnið eftir ákvæðum hans þar sem sérsamningar BÍ við einstaka atvinnurekendur eru ekki í gildi.
Ef blaðamenn fá ekki meldingu um að þeir eigi eða geti greitt atkvæði, en telja að þeir hafi rétt til þess, þurfa þeir að kæra sig inn á kjörskrá með því að hringja í 553 9155 eða senda tölvupóst á bi@press.is eða jona@press.is.
Helstu atriði kjarasamningsins eru þessi:
Nýr kjarasamningur BÍ og SA, undirritaður af báðum samninganefndunum er hér. Samninganefnd Bí stendur einhuga að baki samningnum og telur að lengra verði ekki komist og að yfirstandandi sótt og áhrif hennar á efnahagslífið geri það algerlega nauðsynlegt að tryggja blaðamönnum þær kjarabætur sem í boði eru, sem eru sannarlega allnokkrar.
Hér má sjá minnispunkta formanns BÍ um samninginn.