- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Háskólinn á Akureyri efnir til ráðstefnu að Sólborg á Akureyri á mánudaginn kemur, 29. september þar sem umfjöllunarefnið er tjáningarfrelsi og samfélagsleg ábyrgð. Sex erindi verða flutt af innlendum og erlendum fræðimönnum. Ráðsetnan er öllum opin en hún fer fram á ensku fyrir hádegi, en erindi og umræður verða á íslensku eftir hádegi. Tilefni ráðstefnunnar er að um þessar mundir eru 80 ár liðin frá því að fyrst var horft á sjónvarp á Íslandi, en það gerðu þeir Grímur SIgurðsson, síðar útvarpsvirkjameistari og F.L. Hogg, breskur verkfræðingur sem hingað hafði komið á vegum trúboðans Arthurs Gook og Sjónarhæðarsafnaðarins. Þeir horfðu á tilraunaútsendingar frá Crystal Palace Studios í London á bernskuskeiði sjónvarps í heiminum, milli 1934 og 1935. Af þessu tilefni verður jafnframt afhjúpuð "söguvarða" við Eyrarlandsveg þar sem þessarar tilrauna í sjónvarpsmálum er minnst.
Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar:
Tjáningarfrelsi og félagsleg ábyrgð - Kenningar og útfærsla
Ráðstefna haldin í Háskólanum á Akureyri 29. September, stofu M102
Í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin 80 ár frá því að fyrst var horft á sjónvarp á Íslandi (Akureyri) efnir námslína í fjölmiðlafræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri til opinnar ráðstefnu um tjáningarfrelsið og þá félagslegu ábyrgð sem því fylgir.
10:00 Ráðstefnan sett Ráðstefnustjóri: Sigrún Stefánsdóttir
10:15 Thomas Hoeren, prófessor við Muenster háskóla í Þýskalandi:
Legal challenges for a free press and its social responsibilities
10:50 Markus Meckl, prófessor við Háskólann á Akureyri:
Two concepts of freedom English and German
11:20 Mikael Karlsson, fyrrv. Prófessor við Háskóla Íslands:
Free Speech, Freedom of the Press, and the Tapestry of Lies
12:00 Pallborðsumræður með frummælendum
12: 30 Hádegishlé
13:30 Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri og Sigurður Kristinsson prófessor við Háskólann á Akureyri:
Íslenskir blaðamenn og kenningar um fagstéttir
14:05 Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar:
Réttindi og skyldur fjölmiðla, með hliðsjón af 26. grein laga um fölmiðla - Snertifletir við Siðanefnd BÍ.
14:40 Andrea Hjálmsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri:
Ábyrgð fjölmiðla kynjahugmyndir ungmenna
15: 15 Pallborðsumræður með frummælendum
15: 45 Málþingsslit
***
16:00 Afhjúpun söguvörðu um fyrsta sjónvarp á Íslandi á útsýnisstað á Eyrarlandsvegi.