- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Vegna þess að stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja núgildandi samkomutakmarkanir um viku hefur stjórn BÍ ákveðið að fresta fyrirhuguðu pressukvöldi, sem átti að halda annað kvöld, til mánudagsins 17. maí næstkomandi kl. 20. Vonast er til að þá verði búið að rýmka fjöldatakmarkanir svo minnst 50 megi koma saman í rými í stað 20 nú.
Yfirskrift fundarins er: Heilbrigð og nauðsynleg gagnrýni á störf fjölmiðlafólks eða árásir og ofsóknir. Hvar liggja mörkin? Umræðufundur félaga í Blaðamannafélagi Íslands um sjálfstæði fjölmiðla, tjáningarfrelsið og árásir stórfyrirtækja og stjórnmálaafla á fjölmiðla og fjölmiðlafólk.
Pressukvöldið verður nánar auglýst þegar nær dregur.