- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Atli Þór Fanndal, fyrrum blaðamaður á DV, hefur óskað eftir því við Fjölmiðlanefnd að hún kanni hvort fjárhagsleg tengsl Reynis Traustasonar og Guðmundar Kristjánssonar í Brimi brjóti í bága við reglur Fjölmiðlalaga og ritstjórnarreglur DV um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Um þetta hefur Atli Þór ritað langt erindi sem hann birtir á Facebook. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem formlega er gerð athugasemd til Fjölmiðlanefndar vegna ákvæðis um ritstjórnarlegt sjálftæði í fjölmiðlalögunum. Í þessu sambandi er ástæða til að minna á pressukvöld Blaðamannafélagsins á fimmtudag í Kornhlöðunni þar sem fjallað verður um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Lesning á athugasemd Atla Þórs kann að vera fróðlegur undirbúningur fyrir þá umræðu!
Sjá endurrit erindis Atla Þórs hér á Eyjunni