- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Danski miðillinn Politiken birti á vef sínum á sunnudag viðtal við Mette Cornelius, en hún er íþróttafréttamaður á Discovery Networks. Slíkt væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir það að viðtalið var dregið til baka og tekið út af heimasíðunni þar sem ákveðnar (meintar) villur komu fram eftir birtingu það hafði ekki verið haft alls kostar rétt etir henni í einhverjum tilvikum. Það er afar sjaldgæft að Politiken eða stórblöð yfirleitt afturkalli í heild sinni efni sem búið er að birta ekki síst efni eins og viðtöl sem alla jafna eru ekki unnin undir mikilli tímapressu og staðreyndir og atburðarrás hugsanlega óljós líkt og gerist með fréttir sem eru að gerast (braking news). Því vakti þetta athygli hjá dönsku fjölmiðlaáhugafólki og samkvæmt umfjöllun í danska Blaðamanninum þá útskýrir Jakob Nielsson aðalritstjóri Politiken þetta þannig að fyrir mistök hafi siðareglum blaðsins ekki verið fylgt og viðmælandinn ekki látinn lesa yfir það sem haft var eftir honum áður en það er birt. Slíkt er hins vegar regla hjá Politiken. Og þegar það gerist samtímis að það er misræmi milli blaðamannsins og viðmælandans og ekki heldur nein segulbandsupptaka þá er ekkert að mínu mati annað að gera en raga viðtalið til baka, segir Nielsson.
Sjá umfjöllun danska Blaðamannsins hér