- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Nýr Blaðamaður er á leið til félagsmanna í pósti og nær vonandi til þeirra fyrir páska. Í blaðinu er komið víða við og kjaramál eru ofarlega á baugi, en formaður BÍ gerir m.a. grein fyrir ávinningi samninganna og fjallað er um sögu verkfalla blaðamanna. Þá er fjallað um Blaðamannaverðlaunin, fyrirhugaða rannsókn á stöðu blaðamennsku á Íslandi, og rætt er við formann Evrópusambands blaðamanna. Þarna er einnig að finna viðtalasyrpu þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson ræðir við þekkta erlenda sérfræðinga um hvað sé hægt að kenna í skólum um blaðamennsku og hvað ekki. Eins er þarna viðtal við aðalritstjóra Svenska Dagbladed, en hún heitir Anna Careborg.
Hægt er ða nálgast blaðið á pdf formi hér