- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Nú um áramótin taka gildi nýjar reglur í Danmörku um fjölmiðlastyrki. Megin breytingin frá núverandi kerfi er að í grunninn er verið að breyta styrkjunum úr dreifingarstyrkjum yfir í að styrkir til framleiðslu á ritstjórnarefni. Í því felst m.a. sú mikla breyting að netmiðlar eiga auðveldara með að fá styrki en áður, en þessi tegund miðla hefur nánast ekki átt aðkomu að styrkjum itl þessa. Hugmyndin er að styrkjakerfið verði með þessu móti meira í samræmi við nútíma fjölmiðlun og endurspegli frekar fjölmiðlunina eins og hún er stundið í nútímanum. Alls munu styrkirnir nema um 403 milljónum danskra króna á ári, eða um 8,4 milljörðum íslenskra króna.