- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Umræða á sér nú stað í Noregi um það hvort réttlætanlegt sé að skera niður styrki til fjölmiðla um 10 milljónir norskra króna, eða rúmlega 140 milljónir íslenskra króna, eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir 2017. Talsmenn dagblaða hafa sagt þetta koma á erfiðum tíma, þegar auglýsingamarkaðurinn sé blöðunum óhagstæður og rekstrastaða fjölmiðla ekki góð. Það er sá hluti styrkjakerfisins sem flokkast undir framleiðslustyrki sem skera á niður en heildar styrkir til fjölmiðlakerfisins í Noregi verða eftir sem áður rúmir 5,2 milljarðar samkvæmt frumvarpinu. Styrkir til fjölmiðla hafa verið hluti af norrænu umhverfi um áratuga skeið og í Noregi eru þessir styrkir taldir grundvallaratriði til að halda úti fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum sem sé síðan forsenda lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Norska ríkisútvarpið NRK er ekki á augýsingamarkaði.
Í töflunni með þessari færslu má sjá hverig fjölmiðlastyrkir í Noregi skiptast milli einstakra þátta eins og þeir birtast í fjálögum og í fjárlagafrumvarpi 2017. Miðað er við gegni norsku krónunnar eins og það er í dag.
Sjá einnig hér