- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Nokkur staðfest tilvik eru um morð á blaðamönnum í Úkraínu:
28. nóvember 2011 var Vitaly Rozwadowski myrtur í Kíev. Hann var 29ára gamal og starfaði sem ljósmyndari, meðal annars fyrir vikuritið2000. Þegar hann fannst mátti sjá margvíslega áverka á líkinu, meðal annars stungusár en Vitaly Rozwadowski er talinn hafa látist af blóðmissi í kjölfar þeirra. Samstarfsmenn hans hafa engar efasemdir um að dauði hans tengist þeim verkefnum sem hann var að vinna að en yfirvöld í Úkraínu segja svo ekki vera. Dauði hans sé vegna heimilisaðstæðna (e. domestic) en lát hans er ekki upplýst.
16. október 2011 var ráðist á blaðamanninn Oleksandr Vlashenko í borginni Mykolayiv. Hann starfaði sem blaðamaður á staðarblaðinu Nash gorod Nikolaev. Árásarmaðurinn skaut Oleksandr Vlashenko í höfuðið, rændi tösku hans og hvarf á braut. Samkvæmt upplýsingum frá ritstjóra Nash gorod Nikolaev var Vlashenko að skrifa greinar sem tengdust spillingu meðal yfirvalda á staðnum. Ritstjórinn telur að árásin tengist þessum rannsóknum hans. Lögreglan rannsakar málið hins vegar sem ránsmorð.
11. ágúst 2010 hvarf Vasyl Klymentyev fréttaritari hjá Novyy Styl dagblaðinu. Hann hafði lagt af stað til að skoða landeignir sem voru í eigu skattstjóra svæðisins og þriggja annara embættismanna. Var hann að fylgja eftir ábendingum um spillingu. Nokkrum dögum eftir hvarf Vasyl Klymentyev fundust lyklar og farsími hans á bát á nærliggjandi vatni. Aðalvitni í málinu var lögreglumaður sem hafði fylgt Vasyl Klymentyev til landareignanna sem voru nálægt Kharkiv. Seinna hvarf lögreglumaðurinn einnig.
16. september árið 2000 var Georgy Gongadze, blaðamanni og útgefanda netritsins Ukrainska Pravda rænt. Seinna fannst lík hans afhöfðað. Georgy Gongadze hafði verið að rannsaka spillingu í æðstu röðum meðal úkraínskra embættismanna og var spillingin talin ná allt upp til Leonid Kuchma fyrrverandi forseta Úkraínu. Hljóðupptökur, sem sýndu Kuchma skipa innanríkisráðherranum að drepa Georgy Gongadze, ýttu undir ásakanir um þátttöku hans í hvarfi útgefandans. Nú 12 árum síðar eru horfur á að réttað verði yfir meintum morðingja, Pukach herforingja. Réttarhöldin verða bak við luktar dyr að því er talið er til að vernda þá sem skipuðu drápið á Georgy Gongadze.
Sigurður Már Jónsson